mánudagur, júlí 25, 2011

Urgh...er stirð í gírinn að skrifa.

Í fréttum er þetta helst:

"Fréttir eru slæmar fyrir okkur og þess vegna hef ég ákveðið að forðast þær alfarið. Að upplifa hörmungar daginn út og daginn inn veldur mér sárum sting í hjartanu og oft í maganum líka. Ég get engu breytt með því að upplifa hrylling endalaust".

Sem sagt að anda inn og út, hugsa jákvætt, njóta þess sem fagurt er og lifa í sátt og samlyndi við náttúruna gefur góða tilfinningu í hjartað og lætur hugann komast í ró.

Í kvöld verður steikt ýsa í matinn, villt hrísgjón, sætar kartöflur og salat úr garðinum.






Engin ummæli: