miðvikudagur, maí 19, 2004

Það er hagél úti. Fór í ríkið og í krónuna áðan. Hitti gamlan skólabróður í Krónunni, hann var klæddur í jakkaföt, eins og besti kerfiskall, en er það nú ekki. Gaman að spjalla við hann.

Verslaði bara hollt, það er gott. Át í hádeginu á Kentucky Steiktum kjúklingi ásamt Sigga Atla og Jóni, það var fínt, hef ekkert étið síðan þá, svo stór skammtur þarna frá Steikta kjúklingnum. Á morgun verður gaman, en enn þá skemmtilegra á föstudaginn því þá fer ég austur í sveit.

Það var hringt í mig í fyrradag, verið að bjóða mér einhverja tryggingu, en hún passaði mér ekki því ég á engan nema sjálfa mig og er ekki í fastri vinnu..............

Engin ummæli: