sunnudagur, maí 16, 2004

Fór í langan göngutúr í gær, svo að horfa á fimleikaatriðið sem var niðri á Austurvelli, síðan skellti ég mér á opnun myndlistarhátíðar það var gaman. Áhugaverðar ljósmyndir og svo var hljóðverk, en þau eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Tveir gaurar að tala saman, voru á krossinum, eins og jesú. Oft voru þeir að tala um hluti þannig að manni langaði að setja orð í belg með þeim. Frekar fyndið.

Svo bara horft á keppnina sem var hrikaleg, en hélt með henni Ruslönu enda vann hún, sem betur fer.

Seinasta vikan að renna upp þar sem ég verð að vesenast í að lesa greinar, ljósrita og panta fleiri greinar. Síðan er ráðgert að fara austur í Öræfasveit, skoða Bæjarstaðarskóg í Morsárdal og kíkja kannski aðeins á hana Skeiðará og hitta gott fólk.

Engin ummæli: