laugardagur, maí 22, 2004

Nú er maður í Öræfasveitinni, fyrrverandi "Litla héraði" "Sveitinni milli sanda". Hér er rok og rigning. Mikið um fugla hér eins og spóa, hrossagauka og jaðrankan. Held að spóa nýlendan sé staðsett hér á landi.

Tók okkur 4 1/2 tíma að keyra hingað austur, enda vorum við ekki á hraðferð. Guðrún Ósk er með mér, hún var með puttan á kortabókinni, sagði mér hvað hraunin og bæirnir heita, á meðan við skriðum austur þjóðveg númer 1.

Núna er Guðrún Ósk í fjárhúsunum með Sigga, þau eru að merkja lömb, en draugurinn vill ekki út, fyrr en seinna í dag.

Eftir hádegi hyggjum við á að fara að Jökulsárlóni, til að sýna Guðrúnu Ósk það ásamt því að skoða eitthvað fleira, fara svo í skemmuna koma vetrardekkjunum mínum fyrir þar, skipta um olíu og olíusíu á bílnum. Svo bara veit ég ekki, en nóg er að vera hér og taka öllu með ró.

Borgir eru þreytandi en sveitir eru skemmtilegar.

Engin ummæli: