fimmtudagur, júní 17, 2004

Gleðilega þjóðhátíð!!!

60 ár síðan við losnuðum undan stjórn flatalandsins,, til lukku með það góðir landar. Nú er Illugaskotta farin að ganga um í miðaldabúningi í vinnunni, ég er sem sagt í kindaskinns skóm, serk sem eru í hör, hann er brúnn í jarðarlitunum og svo er ég með græn dökkt sjal úr ofinni ull, sem er fest saman á brjóstinu með víkinganælu úr silfri...og svo gerði Siggi belti á mig úr hlýraroði og ull og einnig hrafnaarm,,sem er úr hlýraroði þannig að nú get ég vafið því um hendina á mér og þar geta Manga og Imba, staðið. Ótrúlega flott múndering,,,ég á eftir að svífa aftur í aldir í þessum búningi.

Siggi heldur núna að hún Imba sé kall!! Nú versnar í því. Hrafnarnir eru ótrúlega skemmtilegar skepnur, með dreka tungur. Ég er farin að tala hrafnamál og þá er það orðið gott. Þær eru einnig miklar blómaáhuga konur, naga og klípa blómin í jurtagarðinum. Einnig velta þær sér upp úr blómum, stundum veltast þær um garðinn.

Nú skeiðar rauður með Illugaskottu austur á bóginn. Góða helgi til ykkar allra.

Ps, það var hringt í Illugaskottu í gær af SagaFilm, og henni boðið að taka þátt í gerð heimildarmyndar um Lagarfljótsorminn. Þetta verður seinustu vikuna í júlí, er að hugsa um að taka þessu kostaboði. Þarna verður fólk úr öllum áttum: skrímslafræðingur frá Evrópu, íslenskur skrímslafræðingur, ljóðskáld, kafarar, flugmenn, þjóðfræðingurinn ég.. og fleira og fleira fólk. Allt uppihald og ferðakostnaður er borgaður. Þetta getur ekki annað verið en skemmtilegt.

Lífið er skemmtilegt.

Engin ummæli: