þriðjudagur, júní 15, 2004

Sælinú!

Illugaskotta heldur barasta að það sé alltaf gott veður á Ströndum. Er núna á Kirkjubóli. Ester er að baka, fæ mér á eftir heimabakað rúgbrauð hjá henni. Elska allt sem er heimabakað og er brauð eitthvað. Ég og Ásdís erum búnar að hamast í herberginu sem verður mitt. Máluðum það hvítt, og ég má svo mála á veggina það sem mér dettur í hug. Hef hugsað mér að mála fjöll og galdrastafi, ásamt því að mála "medicen wheel" í loftið. Sem er tákn frá indíánum. Venjulega hef ég haft stjörnur í loftinu hjá mér, svo er glugginn minn stór og flottur. Þetta verður nú flottasta herbergið á Hólmavík og líklega líka á Ströndum.

Var að tala við Fríðu vinkonu áðan, hún býr í Danmörku. Kannski fer ég á miðaldarhátíð í Danmörku í endaðan ágúst. Sé til. Allar helgar eru eitthvað bókaðar. Ragga vinkona og hennar foreldrar koma á Blönduós um helgina. Það er jarðarför Þórðar Pálssonar, frænda. Hann bjó til besta reykta urriða sem ég hef smakkað. Kann ekki að reykja fisk eða kjöt, það væri gaman að kunna.

Verð að fara að byrja aftur á ritgerðinni minni, því ekki langar mig að hafa hana hangandi yfir mér það sem eftir er míns lífs.

Farin út í sumarið.

Engin ummæli: