sunnudagur, júní 13, 2004

Sunnudagur. Draugar og aðrir árar hoppuðu og skoppuðu um allt Sæberg í nótt. Illugaskotta hvorki svaf né neitt annað. Fannst alltaf einhver vera að koma.

Hitti hana Margréti sem vann með mér á leikskólanum Lindarborg. Hún kom á Galdrasafnið ásamt nokkrum samstarfs konum. Það var gaman að hitta hana. Sagði þeim frá galdramálum og nokkrum göldrum. Siggi tróð upp sem galdramaður og kvað niður draug með þeim.

Imba og Manga fóru á Kaffi Riis, til að láta taka myndir af sér með starfsfólkinu þar. Það var flott.´

Fór í langan göngutúr eftir vinnu. Fylgdist með æðarkollum og blikum, sem voru að rífast um unga. Fann flottan klett sem er úti í hafinu, Steingrímsfirði.

Engin ummæli: