sunnudagur, júlí 18, 2004

Í gærkveldi fórum ég og Siggi Atla út á Krossnes, á leiðinni stoppuðum við hér og þar og alls staðar. Skoðuðum fjöll og firði, Siggi söng fyrir mig tankalagið og svo skoðuðum við magnaðann heitann pott sem er úti á skeri og ég fann fullt af draumsóley, sem er víst gott að nota út í te, því hún er svo róandi. Ekki veitir af.

Í morgun þegar Illugaskotta skreið út úr húsinu sínu klukkan 8 um morguninn til að fara í hina reglulegu og lífsnauðsynlegu morgungöngu, þá görgðu á hana tveir hrafnar. Manga og Imba sátu á húströppunum og biðu eftir að það væri sagt góðan daginn við þær og að þær fengju mat.

Annars er Illugaskotta að fara í annað brúðkaup í sumar. Það verður haldið í ágúst í Landmannahelli sem er staðsettur í Dómadal á Fjallabaki. Þetta verður þrusu gott brúðkaup, það veit ég. Helgi og María eru að fara að gifta sig. Allir úti í risatjaldi og svo öll víðáttan. Get ekki beðið eftir þessu fjöri.

Bestu kv frá Skottu.

Engin ummæli: