mánudagur, júlí 19, 2004

Jæja þá er Illugaskotta búin að hlusta og horfa á fréttirnar. Það var flaggað í hálfa stöng í Snæfelli og Kverkfjöllum af skálavörðum, en landverðir í Herðubreiðarfriðlandi og Öskju létu þennan atburð afskiptalausann og flögguðu fána Ferðafélags Akureyrar í heila stöng. Illugskotta veit ekki fullkomlega afhverju þau flögguðu ekki í hálfa stöng, en það kemur einhvern tímann í ljós. Og þess vegna ætlar hún ekki að tjá sig mikið um þessa ákvörðun landvarðanna í Herðubreiðarfriðlandi og Öskju.
 
Það var hins vegar flaggað á fleiri stangir  í Herðubreiðarlindum en það var hún Elísabet Kristjánsdóttir sem framdi seiðinn þar á bæ, hún flaggaði í hálfa stöng á sína eigin fánastöng og með sínum eigin fána. 
 
Góð umfjöllun í sjónvarpsfréttum RÚV, ágæt hjá Stöð 2 en engin hjá rúv í kvöldfréttum. Nú er búið að ákveða að hafa 19. júlí fyrir dag hálendisins.
 
Illugaskotta hoppar hæð sína í loft upp og er meira en ánægð með framtak Elísabetar.


Engin ummæli: