fimmtudagur, júlí 22, 2004

Illugaskotta er núna staðsett í Mývatnssveitinni. Búin að dýfa mér í bað hér, ný baðaðstaða úti og labba um . Veðrið er búið að vera rosalega gott.

Mun fara á Blönduós á laugardagskvöldið að ég held, nema ég skelli mér í Kverkfjöll á laugardaginn. Það er aldrei að vita hvað manni dettur í hug.

Gilli og strákarnir eru í sundi, svo ætlum við að grilla hamborgara og pylsur,,,Gilli gerir bestu grilluðu borgara sem Illugaskotta hefur smakkað,,,,ummmm, ég fæ vatn í munninn.

Drakk bjór og horfði á fugla hér við Mývatn fyrir hádegi,,,what a life!!!! Þvílíka frelsið og frábæra lífið,,ég kemst ekki yfir það. Er frjáls eins og haförn og líður vel.  Þar til næst, túdellídú!

Engin ummæli: