föstudagur, ágúst 13, 2004

Hitabylgjan skall á Ströndum í dag. Illugaskotta var að vinna, tók fram sólstólinn. Lá eins og skata í vinnunni, ásamt því sem ég sorteraði allar myndirnar mínar í tölvunni. Setti þær í merktar möppur en á eftir að gefa þeim flestum titla ásamt því að brenna þær á diska. Ásdís tók mynd af mér í vinnunni í dag þar sem Illugaskotta lá í sólstólnum, með sólgleraugun og öll íklædd svörtu...var þó farin úr sokkum.

Var samt einna mest inni því það var svo heitt að draugurinn lamaðist.

Hvað gerir maður svo þegar sumarið er búið? bla...humm hvar ætti Illugaskotta að búa næst? Kannski í vita? Hálfvita? Eða í tjaldi,,,bíl, bát, flugvél eða húsi?..Íslandi, Indlandi eða Banglahdesh....!??'

Vammmm....læt þetta allt ráðast.

Engin ummæli: