þriðjudagur, ágúst 24, 2004

Eftir að hafa hitt hinn og þennan, útréttað hitt og þetta, andskotast hingað og þangað, og munað allt í einu hitt og þetta sem ég varð að redda í dag,,,þá komst Illugaskotta út úr bænum klukkan 17:00, en fór af stað klukkan 8 í morgun. Gaf blóð í 17 skipti í dag,,,það var gaman. Vinir mínir í Reykjavík eru hressir, amma er að hressast og mér tókst að gera næstum því allt sem ég ætlaði að gera...

Ég kom heim yfir Tröllatunguheiðina og var hálftíma fljótari heim en venjulega, flott leið sem gaman er að keyra þegar haldið er til Hólmavíkur. Allar mýrar, ár og lækjarsprænur er hálf þurrar, þetta er skrítið að sjá,,,kannski ætti ég að fara að dansa regndansinn??!!!!

Er búin að koma töskum, pokum og öðrum klyfum inn í Sæberg, þá er bera eftir að sortera allt. Mikið er gott að vera komin út á land, hér er ekki stress.

Illugaskottu vantar vinnu,,en ekki í september. Langar í vinnu sem er krefjandi, spennandi, fjölbreytt....skemmtileg...vá,,,það er líklega ekki til svoleiðis vinna.


Engin ummæli: