Hafís setrið/stofa,sýning eða safn?
Þetta er ein hugmynd sem ég rakst á úti í Kaupfélagi í dag hér á Blönduósi, einhver hefur sett fram grunnhugmynd af þessu safni sem gaman væri að setja upp á Blönduósi.
Þetta lýst Illugaskotta ágætlega á að verði sett upp í Hillebrandtshúsinu hér á Blönduósi,margt merkilegt tengt hafís. Þjóðsögur, þjóðtrú, harðindi, sögur, ísbirnir, breytt veðurfar núna, hvernig varð veðrið áður....t.d.
Hægt að reisa rannsóknarstofu á Blönduósi líka í tengslum við Veðurstofu Íslands.
Veit ekkert hve langt þessi hugmynd er komin áleiðis hjá Blönduósbæ, mun kannski athuga það.
Illugaskotta ætlar ekki að taka vinnuna, vegna þess að hitt planið snérist um að klára ritgerðina og koma mér svo út til Ameríku, gerast Vestur-Íslendingur. Kannski mun ég leggjast í Doktorinn, allt getur gerst, en september og október eru helgaðir ritgerðinni. Síðan má allt gerast.
Bestu kveðjur til allra sem eru ekki ruglaðir og æða ekki úr einu í annað.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli