mánudagur, ágúst 23, 2004

Er í Reykjavík fram á morgundaginn. Brúðkaupið var með þeim flottari sem ég hef farið í. Brúðhjónin komu ríðandi í þjóðbúningum, veisla í tjaldi, nóg að éta og drekka, varðeldur, fjörugt fólk, svaf uppi í fjalli og vaknaði eldsnemma til þess að koma mér niður á flatlendið og sofa meira.

Keyrt í bæinn og legið fyrir í gærkveldi,,,enda var tekið á því.

Eldboltaatriðið sem Illugaskotta var með í brúðkaupinu gekk frábærlega, Einar og Hlynur blésu eldi sitt hvoru megin við mig...rosa fjör og mikill kraftur.

Nú er bara snatt, hitta vini, útrétta og annað.

Þarf að muna að fara í Bónus á morgun. Var í þynnku í gær, langt síðan, og þetta var svona allt í lagi þynnka,,,

Engin ummæli: