fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Veðrið og Íslendingar = mikilvægt.

Óveður og Íslendingar og alls kyns persónur= enn þá mikilvægara.

Vá,,,er bara að spá. Var að gjóa öðru auganu á Kastljósið áðan. Fyrsta umræðuefnið var veðrið, hitamet og bla...

Það gengur vel að lesa Sjálfstætt fólk, mikið er hann Bjartur í Sumarhúsum mikill þverhaus, þverhaus Kólumkilla! Hann er núna að bjóða draugum og forynjum byrginn. Hann býður öllum byrginn. Hreindýrum, hreppstjóranum, kaupfélagsstjóranum, verslunarstjóranum, veðrinu, sjúkdómum og gleðinni. Allt fyrir sjálfstæðið og rollurnar!

Textinn í þessari bók er svo eðlilegur, að maður sér allt fyrir sér. Fólkið, dýrin og náttúruna, en Illugaskotta hefur aldrei verið hrifin af honum Laxa kallinum. Eitthvað sem hefur verið innrætt í hana eða hún innrætt hjá sjálfri sér. Bara,,,, hann settur á einhver hærri stall en aðrir, og þess vegna hefur Illugaskotta ekki viljað lesa þenna Laxa kall. En svo gluggaði hún í bókina og festist í þessari sögu, enda ægir þarna öllu saman og síðast og ekki síst er mikið talað um drauga og huldufólk.

Sjálfstæður maður er sá sem skuldar engum neitt og á allt sitt sjálfur, þarf aldrei að biðja um hjálp eða aðstoð.

Engin ummæli: