Nú er ég komin til Reykjavíkur. Var á Blönduósi frá seinustu helgi. Veðrið var frábært á leiðinni suður. Stoppaði og týndi nokkur blóm uppi á Holtavörðuheiði. Vel sást til jökla og sólin skein, þvílíka veðrið. Haust og vor held mest upp á þessar árstíðir. Fer á ráðstefnuna á morgun og laugardaginn.
Leiðinlegir atburðir hafa átt sér stað, systir hennar mömmu hún Helga dó á mánudaginn. Hún var einungis 53 ára gömul, varð snögglega veik, og ekkert hægt að gera. Jarðarför á þriðjudaginn. Allt breytist hratt, stundum ekki neitt, en það er alltaf eitthvað að breytast. Illugaskottu finnst mjög ósanngjarnt og sorglegt að Helga sé dáin.
Var að leika mér með Einari í dag, fórum í sund, hamborgari, kveiktum eld, spjölluðum, og svo kvaddi ég hann. Hann er á leiðinni til Kaupmannahafnar að freista gjæfunnar. Meðan ég sit hér og neita að gefast upp, skal klára ritgerðina með stæl, svo verður það frelsið. Var að uppgötva hvert póstarnir mínir fara sem ég segist aldrei fá. Þeir hafa farið í rusl póst, fann mjög mikilvægt bréf þar áðan. Kannski rætist draumurinn minn.
Megið þið eiga góðan dag á morgun.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli