Allt fer úr skorðum þegar maður er ekki í sínu greni,, mitt greni færist úr stað af og til. Grenið er núna á Hólmavík. Sakna Stranda og rólegheitanna sem eru þar.
Hef ekki hreyft mig í þrjá daga. Ráðstefnan var frábær, þvílíkt athyglisverðir fyrirlestrar. Því var veitt athygli að það var engin frá umhverfisráðuneytinu, umhverfisstofnun, enginn þingmaður ekkert...en verið að fjalla um sjálfbæra þróun sem er eitt alsherjar flækju hugtak, sem fáir skilja en allir slá í kringum sig, því þetta er svo jákvætt og gott orð fyrir umhverfið, menn og dýr. Jú Dagur.B.Eggertsson borgarfulltrúi kom og talaði um margt.
Rokið hefur lægt, það er dimmt úti, ætla í langan göngutúr á morgun. Fundir og fleiri fundir á mánudag, meira snatt á þriðjudag, jarðarför. Á miðvikudag byrjar fjörið aftur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli