miðvikudagur, desember 15, 2004

Allt er tilbúið,,,,en ég sit hér inni og horfi á töskur og kassa fyrir utan bílinn minn, skottið er frosið. Búin að dunda þarna úti í næstum því klukkutíma..frostið bítur og vindurinn hlær.

Einnig sýnist mér vindurinn vera að lesa sitthvað um goðafræði þarna úti. Bækurnar fjúka upp eins og einhver sé að fletta í þeim...það er fyndið.

Er að fara til Sverris sem leysir allar þrautir..varðandi bíla og önnur furðuleg tæki. Draugurinn skilur fátt í þessum læsingum. Nú er það Húnavatnssýslan..sá í Morgunblaðinu fyrir um það bil viku síðan að það er búið að leggja fram tillögu um að gera norðurhluta Skagans,,að þjóðgarði. Það er áhugavert og jákvætt,,enda margt að skoða þar,eins og ég hef nefnt hér á þessu bloggi. Bless, Björk.

Engin ummæli: