sunnudagur, desember 12, 2004

Illugaskotta lá í bælinu í dag, í þungum þönkum. Arkaði um húsið eins og Grámann tröll. Át,,drakk bjór, hennti rusli út um gluggann,,,hennti sjálfri mér út um gluggann...horfði á sjónvarpið. Var í enn þá þyngri þönkum,,þetta er allt að koma. Hvað var að angra Illugaskottu?! Afhverju var ég í þungum þönkum?! Margt og mikið,,,er að angra mig..en það stærsta er....og það næst stærsta er heimþrá!

Byrjaði að pakka dóti í dag, mun yfirgefa Strandir á miðvikudaginn. Þetta er komið gott, ritgerðin er búin, smotterí eftir. Það er komin tími til að kíkja á fjölskylduna, og öll dýrin heima á Blönduósi.

Svífur yfir vötnum, lágfóta æddi, tröllin skældu, og útburðir vældu....ég er komin í betra skap. Ég hlakka svo til 21. janúars 2005! Það eru jól draugsins. Þá get ég farið að heimsækja góða vini,,hér og þar og alls staðar.

Máltæki sem er gott er:Carpe diem, gríptu daginn!....hann kemur nefnilega aldrei aftur og tækifærið ekki heldur.

Annað....smá..bara. Illugaskotta er á póstlista Náttúruvaktarinnar. Í dag hafa þar sveimað um leiðinlegir póstar. Það sem er kallað á góðri íslensku, innanbúðar rígur...orka sem á að beita á önnur mið, beinist inn á við. Það er slæmt, og á ekki að gerast. Læt þetta nægja að sinni.

Engin ummæli: