föstudagur, desember 17, 2004

Hér er 15 stiga frost, það rýkur úr sjónum..og Strandafjöllin líta glettilega vel út svona í fjarlægð. Ferðin gekk vel hingað á Blönduós, rosaleg hálka en ekkert annað. Jú einn flutningabíll eitthvað út af í sunnanverðum Ennishálsinum.

Glúmur jólaköttur hrýtur alla daga, því hann sefur af sér veturinn, jólakortagerð er komin langt áleiðis, og svo á að fara í það að baka niðurskurðartertuna um helgina, en svo köllum við hina svokölluðu Vínartertu eða Randalín.

Allt gengur ágætlega, þetta ár er búið að vera með þeim furðulegri í mínu lífi, og ég veit að það næsta á eftir að verða meira en eftirminnilegt. Hugrún systir kláraði menntaskólann í fyrradag, og er orðin stúdent.

Ég fer í húsin hvern morgun, moka skít og tala við hross og kindur. Það er frábært.Það er best að vera heima hjá sér.

Engin ummæli: