föstudagur, apríl 15, 2005

Illugskotta er lennt á klakanum hvíta og svarta, hvaða hvaða. Undarlegt alltaf að hafa verið í henni stóru Ameríku,,,og vera svo komin hingað. Flugvöllurinn var klikkaður,,,ég var hress og horfði á sólina koma upp í morgun á meðan við flugu til austur eins langt í burtu frá Ameríku og hægt er,,,að ég held.

Fer að Hnappavöllum í dag, og verð þar yfir helgina. Það verður fjör, svo á ég afmæli á morgun og það er frábært. Var spurð 2 sinnum í gær um skírteini þegar ég var að kaupa mér bjór á amerískum pöbb,,,,það var líka fjör,,,þarft að vera 21 til að geta keypt drykki í Minnesota fylki.

Jæja,,,svo er það bara raunveruleikinn grái sem tekur við, flytja aftur á Strandirnar sem ég get ekki beðið eftir og byrja að vinna sem verður flott.

Engin ummæli: