mánudagur, apríl 11, 2005

Nú fer dvöl Illugaskottu að styttast hér í Canödu. Í dag sá ég næstum því bjór, sem var að naga tré, þvílíkt og annað eins. Sem þessi dýr geta nagað tré, heilu bjálkarnir sem þeir fella.

Á morgun þarf ég að gera margt: hitta fólk, kaupa þetta og hitt og bara vera til. Í dag aðstoðaði ég við sweat lodge, var úti. Það var gaman, að fara með steinana inn, rétt hitt og þetta og sjá um eldinn sem er úti. Veðrið hér er brjálað gott, hiti, logn og það er næstum því alltaf sól hérna. Fór í sweat lodge í gær, það var svo heitt að ég hélt ég myndi drepast!,....og hjartað hamaðist og ég át og át frosin jarðarber. Held þið skiljið ekkert í þessum sweat mínum, en hvað um það.

Nú er veruleikinn að koma aftur inn í líf mitt, það er ágætt, smá kinnhestur en lifi það af, enda þarf ritgerðin sem ég hef lítið skrifað um þessa daganna að komast í prentun, og hún þarf einnig að vera kynnt í júní. Vörn er það kallað.

Engin ummæli: