miðvikudagur, maí 25, 2005

Bjartar nætur, kaldur vindur, þurr gróður, kátt fólk. Þannig er þetta núna. Gestir í heimsókn þar á meðal voru tveir Þjóðverjar. Illugaskotta reyndi að tala þýsku,,en talaði bara dönsku og ensku í hrærigraut..ægilegt. Ég sem lærði þýsku í fjögur ár,,og get varla sagt aukatekið orð. Sóun á tíma, myndi ég segja.

Fór í sjoppuna, vantaði súkkulaði,,,hamaðist í sundi í dag, þrekið er að byggjast upp hægt og rólega, er samt í slæmu formi. Einkun vegna ritgerðar kemur í næstu viku einhvern tíma. Illugaskottu dreymir heimsenda hverja nótt, druknun í hafi, eða hún sé stödd í lyftu sem hrapar vegna þess að vírarnir slitna.

Fórum í dag út að Kirkjubóli að ná í rekavið í borð. Tókum fram úr manni á reiðhjóli sem var íklæddur kuldagalla, hundur nokkur hljóp um götuna ráðvilltur og þreyttur. Illugaskotta starði bara og spáði í það hvort manninum væri virkilega kalt þar sem hann púlaði upp hæðina.

Fékk ægilegt hláturskast í fyrradag. Hitt orðljótasta mann sýslunnar að ég held, Siggi Atla kippti sér lítið upp við orðaflóðið ljóta, á meðan Illugaskotta starði bara, hlustaði og síðan hrisstist hún út úr húsinu vegna hláturskast af verstu gráðu. Sat í bílnum og hló svo mikið að mig verkjaði í magann, Siggi hló líka þegar hann sá það fyndna við þetta allt saman.

Næsta miðvikudag kemur 1. júní, þetta líður allt ægilega hratt, hlakka svo til jónsmessunnar...þá verður fjör að velta sér upp úr dögginni.

Engin ummæli: