þriðjudagur, maí 24, 2005

Það er aðeins farið að hlýna hér, sem betur fer. Nóg af gestum á Galdrasýningunni, sem er gaman. Einnig er nóg að gera í alls kyns málingavinnu og tiltekt. Illugaskotta skilur ekkert í því hvað dagarnir fljúga áfram. Bráðum er maí á enda, og júní byrjar. Árið er næstum því hálfnað. Illugaskottu er umhugsað um þessar pestir sem eru að ganga yfir heiminn, fuglaflensan í Asíu og hermannaveiki í Noregi.

Hvað ætli séu margir með fluglaflensu sem komu með forsetanum frá Kína? Umhugsunarvert, er það ekki? Eða ofsóknarbrjálæði?

Jæja, þá er það sundið og svo dund heimavið. Elda einhverja hakkkássu og hrjóta fyrir framan sjónvarpið,,,lífið er frábært eftir að ritgerð lauk, segi ekki meir.

Engin ummæli: