sunnudagur, maí 22, 2005

Mikið er gott að vera hress og sérstaklega í hríðinni og kuldabola sem heldur kuldaklaufum sínum vel yfir Strandasýslu og fleiri norðan sýslum þessa helbláa lands.

Breiddi nokkra klúta yfir galdrajurtirnar sem allar hríðskulfu í norðan garranum í dag. Fór í minn göngutúr, í hríðinni þann 21. maí. Undarlegt allt saman, það er eins og það sé nóvember. Var að koma úr góðu matarboði á Svanshóli, og þvílíkar kræsingar..vá. Frábært kvöld í góðra manna hópi. Illugaskotta er í andstyggilega lélegu líkamlegu formi, eftir allar þessa inniveru í vetur, en nú er draugurinn búin að taka sig á í matarræði,,ekkert gos ekkert nammi,,og hreyfingu..göngutúr einu sinni á dag,,sund og 500 metrar þá...úfff hvað það er gott að vera frjáls...

Nú liggur grátt yfir jörð,,,hvenær kemur sumarið? Vonandi sem fyrst. Illugaskotta mun fara í eitt brúðkaup á þessu ári, hélt að ég myndi ekki fara í neitt..og var farin að undrast þetta mjög mikið. Nú gefst tækifæri til að nota kjól og allt. Mikið verður þetta gaman, og draugurinn á meira að segja að búa til blómvöndinn. Íslenskar galdra-og þjóðtrúarjurtir munu draga brúðina út úr kirkjunni og lengst upp á fjall til trölla og álfa. Því skal ég lofa þér fröken brúður..!!! bráðum frú brúður!

Engin ummæli: