fimmtudagur, maí 12, 2005

Illugaskotta var að tala við vin sinn Manju sem er að vinna að MA ritgerðinni sinni, harði diskurinn í tölvunni hans er ónýtur og ritgerðin hans Manjus er horfin. Kannski getur einhver tölvusnillingur bjargað honum, en ég veit hvernig honum líður. Vona að allt reddist hjá honum, en öll gögnin hans frá rannsókninni hans á Indlandi voru í tölvunni. Hræðilegt ef það er ekki hægt að redda þessu. Þá getur hann vinur minn ekki útskrifast í haust.

Tæknin getur gert komið aftan að manni þegar hún klikkar illilega. Alltaf að vista allt á 3 stöðum segir Eygerður vinkona mín, og ég gerði það. Skila á eftir, þusa í Þjóðarbókhlöðunni, hitta Hugrúnu, hitta ömmu, snúast, ná í Laufey Mattíönu á leikskólann, snúast meir, pakka, hitta Önnu Fanney og Eygerði, pakka meir,,,klikkast brjálast og njóta lífsins...norður.

Engin ummæli: