miðvikudagur, maí 11, 2005

Vorið er minn uppáhaldstími, þá vaknar allt af vetrardvalanum, menn, dýr og gróður. Birtan eykst og allir verða einhvern vegin lífsglaðari. Sá kríuna í gær, sendlinga, sandlóur, grágæsir, margæsir, æðarfugl, stokkendur, hettumáva, veiðibjöllur, skógarþresti, spóa og starra. Það var allt brjálað þar sem ég var í fuglaskoðun.

Ritgerðin kom úr prentun í dag, en vegna þess að Illugaskotta er nákvæm þá fletti hún í gegnum allt, og þá kom í ljós að mistök hefðu verið gerð í þremur eintökum af fimm, þannig að ég gat ekki skilað henni í dag. Hún fer á sinn stað á morgun. Það verður svo margt skemmtilegt að gera í sumar að ég veit varla á hverju ég á að byrja. Yfirgefa Reykjavík á vorin er það besta, hér er ágætt að vera en bara stutt.

Hitti Hugrúnu litlu systur í dag á Laugarveginum þar sem hún var að rogast með stúdentshúfuna sína í poka.

Gera listinn minn er óendanlega langur en það hefur mikið saxast á hann í dag. Þarf að hitta fullt af fólki á morgun, erindast og snúast. Svo er það Húnavatnssýslan um helgina svo er það Strandasýslan. I

llugaskotta er kát vegna þess að hún er frjáls frá ritverkinu ógurlega. Vegna þessa lokakafla þá var framin "rites of passage", eða svona nokkurs konar athöfn sem tekur mann frá einu stigi yfir á annað. Ragga vinkona varð vitni af þessu. Illugaskotta sem sagt skrúfaði pinnan úr tungunni á sér, og mikið er gott að hann er farin alveg eins og ritgerðin. Þessi pinni var settur í tunguna á mér í Glasgow árið 1998 að mig minnir, það var komin tími á breytingar þá eins og nú. Úff hvað það er leiðinlegt að vera andvaka. Er búin að harka mér í gegnum margar vefsíður hjá fólki sem ég hef aldrei hitt, lesa moggann, éta ristað brauð, drekka djús...lesa meir.....andstyggilegt. En þetta er hið svokallaða spennufall.

Engin ummæli: