þriðjudagur, maí 10, 2005

Í kvöld eru eldhúsdagsumræður. Fyrir ári síðan tók Ögmundur Jónasson upp óréttlætið sem tengdist fánamálinu fræga, allt varð brjálað og svo hætti allt að vera brjálað. Illugaskotta er kát yfir því að allt sé hætt að vera brjálað, og hún ætlar að horfa hin rólegasta á eldhúsdagsumræður, og vera voða ánægð með alla þessa þingmenn, hvað er annað hægt? Þeir eru hvort sem er þarna og við kusum þá þangað. Pollýana í mér í dag.

Jákvæðin drepur engan. Í nótt þegar ég fór að sofa þá sá ég blaðsíður, blaðsíður og fleiri blaðsíður sem svifu um í mínum tóma þverhaus. Úfff,,,reyndi að hugsa mig í burtu frá þessu en ekki hægt. Heilinn hélt áfram að stríða mér, segja mér hvað ég ætti að gera í dag, búa til geralista þegar hann átti að vera að hvíla sig. Sussum svei en ég get ekkert tjónkað við þennan heila, enda er ég kleifhugi ímynda ég mér.

Ef ég hefði staðið við orðin um að snerta ekki mitt hár fyrr en ritgerðin væri tilbúin þá væri ég ekki búin að fara í klippingu í heilt ár, en gerði það fyrir mömmu að láta snyrta makkann um jólin, enda var það orðið slæmt. 150 síður, af Goðsögum á stjarnhimni, óendanlegt gæti það líka verið, en punkturinn kemur í dag, sá seinasti.

Engin ummæli: