föstudagur, júlí 22, 2005

Margt gesta hér á Galdrasýningunni í dag, kunningjar frá Egilsstöðum litu við..og von er á fleirum vinum og kunningjum Illugaskottu á Strandirnar í dag. Það er alltaf gaman að fá góða gesti í heimsókn.

Illugaskottu hlakkar til veislu annað kvöld, nú er gaman og nú er fjör. Sumarið er búið að líða eiginlega æglilega hratt....júlí er næstum á enda. Hvar endar þetta allt saman? Það er búið að vera mjög gaman að vinna að uppsetningu annars áfanga Galdrasýningar á Ströndum. Afsteypa var gerð af höndum draugsins, sem fannst undarlegt að takast í hendur við sjálfan sig...það var eiginlega stór furðulegt. Þessar hendur munu dvelja einhvers staðar í Kotbýlinu á komandi árum.

Sólin er í felum, en mér er sama, enda brennir hún hvíta drauga verklega!

Engin ummæli: