mánudagur, desember 12, 2005Sælt veri fólkið kom loksins nokkrum myndum hér inn. Þarna stend ég við upp sprengt húsið hennar Elísabetar, og þarna sjáið þið einnig fallegu stífluna hennar sem búið er að rífa í sundur. Svo er þarna mynd af ánni frosinni og haugurinn þarna er hús muskrat, sem er vatnadýr með þykkan feld, þarna sefur hún um veturinn. Svo setti ég líka inn mynd þar sem ég er að saga tré, það er gaman. En þessi mynd var tekin í haust. Svo er þarna einn elgur, sem ég sá í haust. Sagan er sú að við héldum að hann væri taminn, en svo sé ég mynd af honum í blaðinu nokkrum vikum seinna. Sem sagt hann kom sjálfviljugur til bóndans og var bara á túninu hans. Eftir nokkrun tíma koma Náttúruverndin þarna í Manitoba, svæfði elginn og setti hann eitthvert lengst út í skóg. Núna er líklega búið að skjóta greyið. En málið er að þeir eru veiddir svo mikið að ungu elgirnir hafa fáa gamla til að kenna sér á lífið og tilveruna þarna úti í náttúrunni. Þessi elgur var að reyna að flýja það að hann yrði skotinn strax, því trúi ég....en nei,,,,svæfður og settur út í skóg. Við sem menn eigum ekki að skipta okkur af gangi náttúrunnar segja þeir...og hugsi svo hver fyrir sig.

Bestu kveðjur frá Björk í Kanödu.

Engin ummæli: