sunnudagur, júlí 17, 2005

Draugur hefur verið í fríi í dag, meðan himnarnir rifna yfir okkur og úr þeim hefur dunið hið svokallaða regn, sem er nú gott í hófi. Lesið bækur, sofið, lesið meir, eldaði pasta, vann í tölvunni..horfði á fréttir og lét allt leka í gegnum heilann á mér. Fátt gerist, dagarnir líða, sólin sest og sólin rís, eins og hún hefur gert í einhverjar þúsundir ára. Er byrjuð að lesa aftur bókina Saga Fjalla-Eyvindar. Herfilega leiðinlega skrifuð bók um mjög áhugavert efni. Kannski get ég þjösnast í gegnum hana,,,held samt ekki. Þetta kvæði samdi hann Matthías Jochumsson um Skugga-Svein, en fyrirmynd hans var Fjalla-Eyvindur.

Þú ein bauðst mér trú og tryggð
tröllum helguð fjallabyggð,
dugur, þrek og dirfskan mín
drjúgum óx við brjóstin þín
.

Komið nóg af engu, góða nótt.

Engin ummæli: