föstudagur, maí 14, 2004

Hellt úr fötu veður. Teiknaði tvær myndir áðan af svörtum draug með elds augu og í stað munns var hann með eld. Það er verið að ýta á mig að flytja til Canödu í vetur, fer allt eftir því hvort ég haldi áfram að vera aumingi með hor og ekki klára þetta rxxxxxxxx hxxxxxx! ef ég klára í sumar þá er ég frjáls.

Ojbarasta hvað ég er leiðinleg í dag, enda eru bara leiðinlegir hlutir búnir að gerast í dag....hvað geta manneskjur verið skrýtnar? Alla leið til tunglsins og aftur til baka.

Átta ár í dag síðan ég fór í fyrsta skipti til útlanda, og þá var ég búin að ráða mig í vist til sjö mánaða á eyjunni Jersey í Ermasundinu. Ein eftirminnilegasta ferð sem ég hef farið í ásamt því að reynsla og fólkið sem ég kynntist þarna er ómetanlegt...samt vorum ég og Eydís alveg að mygla um haustið og fram í desember. En þá fórum við til Parísar, dvöldum þar í nokkra daga og tókum svo Ermasundslestina til London, fengum ótrúlega ódýra miða vegna þess að bruninn í göngunum var ný búin að eiga sér stað...allt saman frekar fyndið.

Ég hef ekki stoppað að fara til útlanda síðan þetta allt gerðist, það er gaman.

Engin ummæli: