mánudagur, maí 31, 2004

Komin á Galdra Strandir. Veðrið er sól,blíða, kríur og kindur niðri í fjöru að jappla á þara og kannski dauðum marbendlum.

Mikil umferð að vestan og eitthvert suður á bóginn. Sumarið leggst vel í mig.

Fékk góða gesti í gærkveldi, sem voru að koma úr Skagafirðinum.

Skil ekkert í þessu öllu saman hvað allt breytist hratt og hvað maður er alltaf að prufa eitthvað nýtt.

Er að fara að vinna hér á Galdrasafninu í sumar, lesa margt og mikið um galdra, tala við fólk, skrifa lokaverkefnið mitt,,,(hlátur) og vinna í laugargrein um laugar að fornu, þjóðtrú tengda laugum og nytjar áður fyrr af laugum. Þetta mun svo birtast í laugarbók sem við nokkur erum að fara að skrifa saman. Alls kyns vitneskja um laugar á Íslandi, að fornu og nýju. Arkitektar munu skrifa, og einhverjir fleiri fræðingar.

Farin út í sumarið.

Engin ummæli: