miðvikudagur, júní 02, 2004

Í dag var meira unnið á Galdrasýningunni, ég er búin að finna út hvaða plöntur vantar og allt það.

Fórum áðan að skoða hrafnana tvo sem munu búa fyrir utan sýninguna,,þeir görguðu og görguðu. Mötuðum þá með brauði, þá stoppuðu þeir aðeins enn goggarnir á loft aftur,,,meira gargið í þeim, hrafnar eru víst alltaf svangir.


Fór norður í Bjarnarfjörðinn í kvöld, kom mér í laug Guðmundar góða, en sat bara á laugarbakkanum og sullaði, enda eins gott, var öll bitin af einhverjum óára. Mikið um toppendur hér á Ströndum, sá einnig mikið af álftum, æðarfugli og straumöndum. Það er gaman að skoða fugla.

Það var verið að þvo sundlaugina sjálfa, þannig að ég fór í heita pottinn sem er náttúrulaug, þvílíkt flottur, heitur, þægilegur..og allt það. Síðan fór ég til Magga á Bakka til að fá hjá honum nokkrar plöntur.

Við fórum að þræta! Já, geri Illugaskotta betur, ég og hann erum ekki sammála um plöntuna Lúpínu! sem Illugaskotta er ekki hrifin af en Maggi er það en hann hatar eitthver gras, sem ég man ekki hvað heitir.

Við þrættum um þetta þó nokkra stund, þar til ég sagðist ekki vilja tala um þetta meir, enda var draugurinn orðinn leiður á þessu þrasi. En kall vildi ekki hætta og þusaði meir um lúpínuna og þetta gras sem mun víst drepa okkur öll! Þetta bévítans gras! Hlátur núna en mér var orðið býsna heitt í hamsi, en fyndið eftir á. Nú er ég komin með lyfjagrasið, maríustakkinn og hvönnina, en vantar aðal gelluna, fjandafæluna.

Sem er að fela sig einhvers staðar í Kaldbaki, sem er fjall hérna á Ströndum. Ég og Maggi munum fara að finna þetta gras, það verður gaman. Þá munum við þrasa endalaust og þetta gras og þessa lúpínu og klífa fjallið.

Hvað ætli komi lifandi af fjallinu Kaldbaki? Ég, kallinn eða fjandafælan sjálf? Eða við öll saman? Það verður áhugavert að sjá.

Engin ummæli: