sunnudagur, maí 30, 2004

Veðrið gæti ekki verið betra. Á Blósnum er sól og blíða. Ætlaði að draga Hugrúnu í bíltúr en hún stökk í pottinn, letihaugur hún. Ofvirknin ég.

Búin að bóna bílinn, þrífa, laga hitt og þetta í honum.

Setja niður kartöflur með pabba og Hugrúnu, éta kökur og góðan heimamat. Slappa af og sofa. Klipa köttinn og njóta þess að vera til.

Fer á Strandir á morgun, verð komin þangað um hádegis bil, til þess að hitta á Röggu og hennar fólk á Hólmó, en þau eru að koma frá Bolungarvík.

Sumarið er æði, fyrir norðan er gott að vera. Fuglar og flugur á ferð og flugi, ég líka.

Engin ummæli: