þriðjudagur, júní 01, 2004

Þrifum allt hátt og lágt á sýningunni, lærðum á kassann og erum að vinna í svæðinu fyrir utan sýninguna. Illugaskotta tók öll blómabeðin í gegn, reif arfa, hreinsaði og skráði niður þær galdraplöntur sem eru þarna og þær sem vantar.

Það vantar: hvönn, maríustakk, lyfjagras og hvítsmára. Þetta eru allt plöntur sem auðvelt er að nálgast hér í nágrenninu. Einnig vantar að setja smá mold í beðin.

Fékk góða gesti í dag, Ragga, mamma hennar og frænka þeirra. Fórum í sjoppuna hér á Hólmavík og fengum okkur sjoppufæði!!! sem er algjört æði.

Fór svo seinni partinn að versla mér í matinn, og fann þá kaffikönnu sem er alveg eins og mín, en Siggi Atla hefur átt í ástarsambandi við mína könnu sem veldur því að ég var orðin afbrýðissöm, þannig að draugurinn keypti könnuna, pakkaði inn og gaf kalli.

Hann skildi ekkert í því hvaðan þessi pakki hefði komið, ég sagði að kona í Kaupfélaginu hefði gefið mér hann og ég hefði átt að láta Sigga fá þennan pakka. Þá kom svipur á kall, og hann sagðist ekkert opna einhverja ómerkta pakka sem einhver kona væri að senda honum. Þá hló Illugaskotta hátt!! Þetta var fyndið, en sagði svo að ég væri þessi kona. Þá mildaðist hann, reif upp pakkann og brosti hringinn, hann varð ástfanginn af könnunni, og nú á ég mína alveg alein!

Góður dagur á Ströndum er að líða, hér er gaman að vera. Nenni alls ekki suður en þess er víst þörf.

Engin ummæli: