sunnudagur, maí 23, 2004

Nú er sólin komin og regnið farið í frí.

Margt brasað í gær, Jökulsárlón skoðað, það var mikið um ísjaka á því, krívarp labbað en engin egg komin, þvílíkt mikið af kríum, eins og horfa á snjókomu af kríum að líta upp í dökkann himininn. Síðan stoppuðum við á Kvískerjum til að tala við hann Sigurð sem þar býr. Hann er mikill sagn- og náttúrufræði áhugamaður.

Þegar hann er að spá í atburði sem gerðust 1362 eða 1789 þá er eins og þessir atburðir hafi átt sér stað fyrir um það bil viku eða mánuði. Allt þetta forna stendur honum næst,. Þegar hann var að segja frá heimsókn Sveins Pálssonar í sveitina þá leið mér eins og að Sveinn Pálsson hefði bara verið í kaffi þarna á Kvískerjum fyrir um það bil mánuði síðan, en það eru um meira en 200 ár síðan hann Sveinn var upp á sitt besta og fékk kaffi á Kvískerjum.

Sigurður er ógnar fróður og Illugaskotta hefði getað setið langt fram á dag og hlustað á sögurnar hans sem allar virðast vera ný skeðar, en maður fattar að þær eru gamlar þegar hann dregur fram ártölin. Það er gaman að hlusta á hann segja frá atburðum í mannlegu lífi ásamt því að tengja þá all oftast við einhverjar náttúruhamfarir sem hafa átt sér stað hér í Öræfasveitinni.

Hann sagðist spá mest í því sem væri honum næst, í sinni sveit, því það skilur hann best.

Í dag á að keyra í Laka. Þangað hef ég aldrei komið og ekki heldur Guðrún Ósk. Siggi frá Hnappavöllum sem við erum að heimsækja kemur einnig með.

Engin ummæli: