sunnudagur, júní 06, 2004

Er komin aftur á Strandir, vona að nú geti ég farið að koma mér fyrir í mínu nýja herbergi, ásamt því að sortera bókhald og önnur blöð, koma mér í plöntusöfnun, jurtasmyrsla gerð og önnur nornastörf.

Ferðin suður var góð.

Á laugardaginn var ég úti á túni með Þórdísi að burðast með folald sem hafði fæðst um nóttina en vildi ekki og gat ekki sogið merina, mömmu sína. Þetta var nú meira basslið, en með þrjóskunni þá tókst að koma honum til að sjúga. Illugaskotta var öll út í merarmjólk í andlitinu og upp um allar hendur. Ég hélt folaldinu uppi við spenana á merinni, á meðan Þórdís mjólkaði framan í hann og reyndi að láta þennan stóra folalds strák læra á þetta. Allt í einu fattaði hann hvað átti að gera. Það sem eitt folald er þungt, þessi var um það bil 25 kg.

Þrjóskan er góður kostur myndi ég segja, og hljóðið sem heyrist þegar folald sýgur í fyrsta skipti er hljóð sem ég myndi segja að væri eitt af lífsins hljóðum, sog og garnalæti í folaldinu! og einnig vissa um að nú myndi hann lifa þetta allt af.

Síðan varð ég að fara í peysufötin, því ég var á leið í brúðkaup. Fínasta brúðkaup, og ég var sú eina sem var í peysufötum, það var fjör, en ekki þegar fólkið tók upp á því að dansa og rokka, þá ákvað Illugaskotta að nú yrði hún að fara heim að sofa, sem var nú um 3 um nóttina. Brúðhjónin Lára og Þorvaldur voru hress og allir hinir líka. Í miðju brúðkaupinu þá fór ég í 30 afmælið hennar Röggu, það var fjör lika og margt um gott fólk þar.

Bless frá Illugaskottu, sem þarf enn þá að finna Fjandafælu sem er planta.

Engin ummæli: