miðvikudagur, júní 09, 2004

Nú eru hrafnarnir komnir á sinn stað. Nöfn þeirra eru Galdra Manga og Galdra Imba, sem voru og eru hinar mestu galdrakonur. Corvus corax er nafn hrafna á latínu. Galdra Imba skeit á bakið á Illugaskottu, sem var að monta sig með Imbu á öxlinni.

Sólin er búin að skína í allan dag. Búin að koma mörgum af mínum málum á hreint,og mun klára allt pappírs stand á morgun. Sat úti á tröppum í dag í sólinni: raðaði pappírum, skrifaði reikinga, sorteraði draslið mitt, gramsaði í töskunni minni, týndi pennanum, fann pennann, skoðaði hrafnana, hlustaði á sjóinn og kríurnar. Hugsaði: Þetta er ljúft líf.

Klifraði hálfa leið upp í Kirkjuturninn á Hólmavíkurkirkju, það eru stillasar utan á henni, fékk lofthræðslukast og sat bara við þakið og glápti yfir bæinn. Jón arkaði upp í topp og tók mynd af skjálfandi draug og öllum bænum,,,,þetta var fúlt, hef ekki upplifað svona lofthræðslu fyrr, kannski bara af því ég er draugur.

Vinna um helgina,,,,fer austur heim,,á Skagann þar næstu helgi,,sem ég sé héðan frá Steingrímsfirðinum, þá er fyrirhugað að klífa upp á Spákonufellsborgina af mér, Hugrúnu systur og Bjarna bróður.

Sagan segir að í Spákonufellsborg hafi Þórdís spákona setið í fornöld, kemt hár sitt með gullkamdi, og horft yfir Húnaflóann. Þegar hún dó, þá lagði hún þau álög á allt það gull sem hún átti í kistu einni og geymdi í Spákonufellsborg að sú stúlka myndi erfa allt gullið, sem væri óskírð og hefði aldrei heyrt guðsorð. Enn er gullið í Spákonufellsborg, og ekki mun ég erfa það, en kannski einhverjir af mínum afkomendum.

Engin ummæli: