miðvikudagur, júní 09, 2004

Miðvikudagur við Steingrímsfjörð, sól og svali frá sjónum.

Í gær byrjaði að bubbla í klósettinu á Galdrasýningunni, ég vissi að þetta var ekki dreki, þetta var líklega klósettstífla. Og stífla í lagi!!! Hélt í mér í tvo tíma, hljóp heim eftir lokun sýningarinnar, og viti menn..heimkeyrslan full af rækjuvatni..Kjallarinn var fullur af vatni frá rækjuvinnslunni, lokaði bara hurðinni. Var ekki að trúa þessu, hljóp niður á veitingastaðinn til að komast á klósett, rakst þar á Jón sem æddi heim í hús móður sinnar.

Illugaskotta hatar ekkert meir en rækju, rækjuvinnslu, rækjulykt...enda vann hún í rækju í tvö sumur. Þvílíkur viðbjóður, þetta var sem sagt stífla í affalli frá rækjuvinnslunni...og ojbarasta. Ég, Jón, Addi og Ásdís bárum um það bil 150 lítra af vatni út úr kjallaranum. Loksins gátum við stoppað flóðið og sem betur fer flæddi bara á ganginum en ekki inn í hliðarherberginn. Meðan ég skrifa þetta hér úti á Kirkjubóli þá læðist rækjulyktin inn í nasirnar á mér..mér kúgast.!

Núna ilmar Sæberg af rækju! Ég ætla aldrei aftur að borða rækjusamloku eða neitt sem tengist rækju. Svaf samt ógnarvel því ég og Ásdís fórum í sund í Bjarnarfirðinum sem er með flottari stöðum sem ég fer á.

Nú er ég að útrétta, græja og vesenast í tölvunni, hringja og bla.
Mikið að gera í mínum málum.
Kv frá Skottu rottu.

Engin ummæli: