miðvikudagur, júlí 28, 2004

Í gær réðst Tjaldur á Illugaskottu þegar hún var í sínum daglega göngutúr...heyrði barasta eitthvað skrítið hljóð bakvið mig og svo viti menn,,,brjálaður  Tjaldur.

Fuglalífið er auðugt og skemmtilegt hér á Ströndum. Manga hrafn er orðinn hinn besti flughrafn en Imba situr á jörðinni og grætur,,vælir og vorkennir sér. Í dag sat hún hjá mér á bekknum og kvartaði sárann, ég klappaði henni og strauk,  og þá þagði hún og lyngdi aftur augunum. En þegar ég hætti og fór að tala við fólk eða lesa bókina mína, þá pikkaði hún fast í hendina á mér.

Svo horfði hún öfundaraugum á systur sína sem brýst og þýtur um loftin blá.

Er farin á Kaffi Riis að fá mér flatböku....

Engin ummæli: