þriðjudagur, júlí 27, 2004

Ég er komin aftur heim á Strandir eftir frábært ferðalag. Það var nú ljúft að renna í hlað á honum Gamla- Rauð.

Illugaskotta fór sem sagt í langt og gott ferðalag. Fór á Húsavík, Mývatnssveit, Jökulsárgljúfur og svo á hálendið, en ákvað að renna í Kverkfjöll. Kom svo við í Hvannalindum á leiðinni heim. Þar hitti ég Guðmund og Elísabetu. Við gengum að rústunum og ég heilsaði upp á Eyvind og Höllu. Ég hitti einnig margt fleira gott og frábært fólk, hitti einnig einn draug.

Hálendið skartaði sínu fegursta: Kverkfjöllin, Kistufell, Trölladyngja, Dyngjufjöll, Kollóttadyngja, Herðubreið, Bræðrafell og Eggert. Þetta eru hin skemmtilegustu fjöll.

Það var mjög hvasst hérna í morgun.

Nú er ég komin heim, sat á tröppunum á húsinu mínu ásamt hröfnunum. Við vorum að hvíla okkur eftir vinnu. Vantaði bara eitthvað gott að drekka handa okkur þremur.

Engin ummæli: