föstudagur, júlí 30, 2004

Illugaskottu verkjar í handleggina og það er frábært, það eru strengir. Hjólaði loksins allan Óshringinn, þvílíkt falleg leið, og óð yfir á sem var hressandi. Á leiðinni inn á Hólmavík stoppaði ég til þess að skoða grjót við veginn, þetta eru svokölluð hvalbök, en þar hefur skriðjökull runnið á ísöld. Flottar rispur í þessum klöppum sem sýna mjög vel stefnu skriðjökulsins. Þetta var gaman að sjá, einnig hef ég skoðað gilið þar sem surtarbrandurinn er, það er einnig áhugavert að skoða. Veit hins vegar ekki hve gamalt það er, einhver sagði frá Tertíertímabilinu, en það segir Illugaskottu ekki neitt!. Fór svo í sund og synti nokkra metra, sem var enn þá betra.

Loksins er verið að vinna almennilega í lóðinni fyrir framan Galdrasýninguna. En gámurinn ógurlegi öskrar en við hliðana ásýningunni.

Bráðum verður haldið upp á eins árs afmæli gámsins af starfsfólki Galdrasýningarinnar og þá verður eigendum gámsins gefin kaka í tilefni dagsins!!!.

Hlýtt í veðri, en frekar skýjað, er að fara smá út á Galdrasýningu að taka á móti hóp með Sigga og Skúla, svo í að lesa hörmungina mína, ljóta barnið mitt sem skal taka útlitsbreytingum (ritgerðin fyrir þá sem ekki vita)....

Þar til næst,,,túddelídú....Húbba!!!  Eins og Gormur í Sval og Val bókunum myndi segja.

 

Engin ummæli: