mánudagur, ágúst 02, 2004

Þetta er magnað, Ásdís er að elda fiskikökur, gæti étið þurkaðann fíl, sko afríkufíl, ég er svo svöng. Rólegur dagur og ótrúlega mikið um að það væri að koma mjög skemmtilegt fólk í röðum á sýninguna. Það gerir daginn góðan.

Í dag gerðist samt annað ótrúlega magnað. Illugaskotta sá svoldið í fyrsta sinn á ævi sinni. Hún sá í morgungöngunni fugl að nafni Haförn. Fyrst var Illugaskotta ekki að trúa sínum eigin augum, enda var þetta frekar snemma morguns. Jú þetta var nú ótrúlega stór hrafn, nei glætan!

Þetta var Haförn. Hann skellti sér fram af klettunum niður við Steingrímsfjörðinn og svo sveif hann af stað, með sterkum vængjatökum. Illugaskotta stóð eins og myndastytta upp í brekku einni. Vá hann snéri við og kom til baka. Flaug rétt yfir Illugaskottu og þóttist ekki sjá hana. Hann var að sögn fuglabókarinnar frekar gamall, eða réttara sagt fullorðinn fugl, því stélið var hvítt.

Besti dagurinn Illugaskottu var því í dag á Ströndum. Hafernir eru og munu vera uppáhaldsfugl Skottu, með honum krumma kallinum.

Nú ætlar draugurinn að fara að gúffa í sig fiskikökum, ropa og lemja svo á bumbuna. OOOO hvað það er gott að vera til og vera alveg ótrúlega saddur draugur....

Engin ummæli: