föstudagur, ágúst 06, 2004

Var að vinna í dag. Galdra-Manga hrafn kom heim til sín um hádegisbilið,,,en engin Galdra- Imba sást við Galdrasýninguna....humm þetta er skrítið hugsaði Illugaskotta...

Galdra-Manga er þögul, hún fór í leitarflug í dag..en kom ein heim.

Hvar er Galdra-Imba? Einhver bauð 20. þúsund krónur í sitthvorn hrafninn í gær, þá var Illugaskotta ekki að vinna.

Fáir á ferli.

Þórdís kemur á sunnudaginn og um kvöldið munum við þeytast af stað norður og niður,,,nei ekki alveg, norður á Strandir myndi ég frekar segja. Heyri ekkert frá Garry Raven indíánanum vini mínum í Canödu, hins vegar er Deb komin til Bangladesh og þar eru hræðileg flóð, og Manju er komin til Indlands, og gæti ekki verið hamingjusamari.

Indland, Bangladesh og Canada,, voru lönd sem Illugaskotta hafði ekki mikið pælt í áður en hún fór til Canödu. Það rignir á Ströndum og sem betur fer myndi ég segja, hér er allt skrælnað.

Bestu kv,,skotta rotta.

Engin ummæli: