fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Prótókollstjóri er víst staða innan Utanríkisráðuneytisins. Þessi Prótókollstjóri er að fara að verða sendiherra einhversstaðar úti hinum litla heimi. Illugaskotta var að lesa mbl.is, en þar er frétt um breytingar í Utanríkisráðuneytinu. Hélt að það væri verið að tala um breytinga í stefnu eða áherslum, en þá voru það mannabreytingar. Fyrrverandi menntamálaráðherra hann Tómas Ingi,,, er að fara út til Frakklands í víking mikinn sem sendiherra þar. Hvað gerir hann þar? Kannski fer hann að lemja á potta og pönnur?

Illugaskotta hefur grun um að það sé svona jamm,,hvað heitir það. Þingmaður fær ekki stöðu innan þings,eða hefur verið óþægilegur fyrir flokkinn þannig að flokkurinn missir fylgi eða eitthvað annað fúlt fyrir flokk,,,..þá er nú alltaf hægt að senda þennan þingmann út í Utanríkisráðuneyti...þá verður hann bara endalaust í utanlandsferð, og flokkurinn getur farið að laga vitleysur, rangfærslur og lélegt fylgi.

Hvað gera utanríkisráðherrar? Éta þeir kavíar og drekka góð vín alla daga? Eða eru þeir á fullu í því að koma öllu sem íslenskt er á framfæri við erlenda ráðamenn?

Hef ekki hugmynd, en Illugaskotta væri til í að fara í starfskynningu sem sendiherra í Japan, því þar er dýrasta sendiráð Íslands staðsett, í dýrasta hverfi Tókýó borgar. Það munar ekki um minna fyrir hornasarþjóðina okkur!

Illugaskotta vil sjá duglegri sendiherra, þótt hún viti ekkert hvort þeir séu duglegir, en finnst ekkert bera á verkum þeirra. Innst inni held ég að þeir geti alltaf sofið út, mætt í vinnuna þegar þeim henntar, skoðað landið sem þeir búa í eins mikið og hægt er, og bara gert það sem þeim dettur í hug. Svo af og til mæta þeir í veislur og tala um málefni Íslands á ráðstefnum og fundum.

Illugaskotta vonar að einhver sendiherra lesi færsluna hennar. Svo hún geti fengið viðbrögð frá duglegum eða lötum sendiherra. Utanríkisráðuneytið segir að það sé nauðsynlegt fyrir íslenskt efnahagslíf að hafa svona mörg sendiráð. En hver hefur ávinningurinn fyrir Ísland verið? Hann langar Illugaskotta að sjá, svart á hvítu blaði.

Veit ekki hvað kom yfir mig, er nývöknuð eftir að hafa sofið fastar en grjót. Er á leið í göngutúr og sund. Steingrímsfjörðurinn er spegil sléttur og allt er gott.

Bestu kveðjur frá Ströndum til allra utanríkisráðuneyta hvort sem þau eru afkastamikil eður ei.

Engin ummæli: