miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Nú er Illugaskotta kát!

Fór í göngutúr yfir borgirnar í morgun en það heita klettarnir fyrir ofan Hólmavík. Þá rakst ég á tvo hrafna í berjamó! Það voru Manga og Imba, og alveg lengst frá Galdrasýningunni.

Svo kom í ljós að Imba er farin að fljúga,,,sem betur fer. Hún flaug hátt um loftin blá ásamt Möngu sem var samt alltaf að ráðast á hana og láta henni bregða.

Ég og hrafnarnir lágum í berjamó í borgunum,,þær éta ekki krækiber, bara bláber. Gaman að fara í berjamó með hröfnum, þeir reyna líka alltaf af og til að ráðast á mann. Fyndin dýr. Það er sól og gott veður, en það eru engar fréttir, hér er alltaf gott veður.

Hygg á ferðalag norður í Ófeigsfjörðinn á mánudaginn, ásamt Þórdísi. Þar ætlum við að gista í tjaldi og ganga um. Ásamt því að skoða margt fleira á leið okkar um Strandirnar. Vonandi heyrum við í Flöskudraugnum.

Engin ummæli: