Í dag er seinasti vinnudagurinn minn á Galdrasýningunni. Þetta sumar hefur liðið ótrúlega hratt, á morgun er 1. september.
Í vor þegar Illugaskotta var að gera upp við sig hvað í skrattanum hún ætti að gera af sér, þá var hún ekki viss hvort það væri sniðugt eða skemmtilegt að vinna á Ströndum. En það var sniðugt, skemmtilegt og nauðsynlegt fyrir Illugaskottu að dvelja á Ströndum í sumar. Vinnan var skemmtileg, ég lærði margt nýtt og hitti fullt af áhugaverðu og skemmtilegu fólki.
Eiginlega ef Illugaskotta á að segja eins og er, þá var það gott fyrir hana að hætta í þessum landvarða-skálavarða buisness, en hún hætti á harkalegann hátt, það er önnur saga sem hefur kennt Illugaskottu margt.
Imba hrafn kom aðeins við hér í gær, hún er orðin mjög stygg. Það kom til mín maður sem sagði að hún væri heimskur hrafn vegna þess að hún vildi ekki koma á hendina á honum! Ég sagði að það væri hún ekki, hún væri varkár og allt væri hættulegt, sérstaklega maðurinn.
Rottan fræga sem öskraði og andskotaðist á Hringbrautinni hefur skotið upp kollinum hér á Hólmavík, hún virðist halda svolítið upp á hann Sigga Atla, og hans skeggvöxt.
Yfir og út, ég ætla að halda áfram að synda um á netinu, lesa annarra manna blogg og sitt hvað fleira, þennan seinasta vinnudag minn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli