sunnudagur, september 26, 2004

Mánudagur á morgun. Tæknigarður, lestur, labba, Mokka, Bjarni bró, Gullsmári, fjölskyldan.

Heim. Er með margt á prjónunu, allt gengur ágætlega. Er orðin algjör dreifbýlis vargur, vill hvergi vera annars staðar en úti á landi.

Er farið að langa sjúklega mikið að fara til útlanda, bara smá að kíkja. Ísland er nú alltaf best, en stjórnvöld og þeirra aðferðir eru að gera mig meira en fúla.

Ég vil að íslensk stjórnvöld dragi stuðningsyfirlýsingu sína til baka varðandi stríðið í Írak. Við eigum ekkert með það að styðja þjóðarmorð og vera á lista yfir hinar staðföstu þjóðir.

Ísland ætti að gefa sig út fyrir það að vera friðarþjóð. Eins og Halldór forsætisráðherra vor sagði, þá eigum við að horfa fram á veginn varðandi stríðið í Írak. En það er ekki hægt! Við, íslenska þjóðin höfum dregist ofan í svaðið með þeim sem ákváðu að styðja innrásina í Írak. Íslensk stjórnvöld verða að bera ábyrgð á gerðum sínum og það geta þau ekki gert ef þau horfa bara fram á veginn.

Þetta er allt of klikkað allt saman.

Bændaþjóðin með hor í nös að styðja stríðsbrölt smekkbuxna hill billy Bush!!!

Fáranleikinn er algjör...það segir Illugaskotta. Saddam er farin en önnur vandamál eru komin.

Hvað ætla Bandaríkin að reyna lengi að stjórna vandræða unglingnum Írak!


Engin ummæli: