Komin með 19 blaðsíður í ritgerðinni, er sem sagt að byrja frá grunni.
Búin að fara í gegnum kvæðin þrjú úr konungsbók eddukvæða og einnig í gegnum það sem ég mun taka fyrir úr Snorra-Eddu. Nú er bara að fara að lesa allar fræðigreinarnar sem ég hef viðað að mér, en fyrst verður haldið í Seljanes.
Veðrið er æði, sól og logn ég er farin að pakka, en mun þá taka með mér Snorra-Eddu til að spá aðeins betur í þetta allt saman sem ég er ekki alveg viss um hvort ég muni taka fyrir.
Ég þarf að undirbúa fjögur viðtöl, hafa samband við þetta fólk og koma á fundi. Einnig er ég búin að panta þónokkuð af lestrarefni í tengslum við náttúrutúlkunina,sem mjög lítið er búið að skrifa um á íslensku. En á að vera eitt aðaltæki landvarða í fræðslunni. Merkilegt nokkkkk,,,,,en ég skal laga það.
Það gengur allt vel, og hugmyndirnar hrynja inn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli